Bakgarðurinn er fallegt nýbygt hús í Heworth hverfinu í York, steinsnar frá miðbænum.

Komið er inn í Bakgarðinn í gegnum forstofu með fatahengi og skóskáp undir stiga.  Einnig er lítið klósett undir stiganum innaf forstofunni. Beint af augum er gengið inní stofuna og hægt er að opna alla hliðina á stofunni útí huggulegan garð og njóta. Úr stofunni er opið inní eldhúsið sem er með öllu sem til þarf ef gestir vilja njóta þess að elda heima eða fá sér góðan morgunmat áður en haldið er útí daginn.

Gengið er upp stiga úr forstofunni uppá aðra hæð, uppá gang sem er fyrir framan  tvö svefnherbergi og baðherbergi. Annað herbergið er mjög rúmgott og stórt með King size hjónarúmi, náttborðum, kommóðu og snögum til að hengja upp föt. Hitt herbergiið er minna með svefnsófa sem stækkast í tvíbreytt rúm, þar er einnig náttborð, kommóða og snagar fyrir föt. Á miðhæðinni er gott baðherbergi sem þessi herbergin deila með baðkari/sturtu. Uppá efstu hæðinni er þriðja svefnherbergið með tveimur einbreiðum rúmum sem hægt er að setja saman, náttborð og skúffur í skáp fyrir farangur og snagar til að hengja á. Innaf þessu herbergi er baðherbergi með sturtu.

Comments are closed.