Backyard No 2

Home away from home

Bakgarðurinn

Þægindi í Bakgarðinum

Bakgarðurinn er með notalegan garð | Barnastóll og barnabílstóll | Smart Sjónvarp | Regnhlífar | innkaupataska á hjólum | 4 jógadýnur fyrir gesti | Engin gæludýr.

Bílastæði

Bílastæði fylgir húsinu | Möguleiki á öðru gegn vægu gjaldi | Aðstaða til að geyma t.d. golfsett eða hjól og til að þrífa og dytta að hjólum.

Eldhúsáhöld

Eldavél/Ofn | Örbylgjuofn | Ísskápur/frystir | Uppþvottavél | Þvottavél/Þurrkari | (þvottaefni í vélarnar fylgir) | Nespresso kaffivél | Mjólkurflóari | (10 hylki fylgja, hægt að kaupa fleiri á staðnum) | Hraðsuðuketill (Yorkshire te) fylgir | Brauðrist | Rafmagns handþeytari | Rafmagns blandari | Krydd og olíur fyrir matseldina.

Búsáhöld

Strauborð/straujárn | Hægt að fá barnastól og barnabílstól | Borðstofuborð fyrir 6 manns | Smart Sjónvarp | Bluetooth hátalarar í öllum svefnherbergjum | USB innstungur í öllum herbergjum til að hlaða síma og tölvur

Þrjú notaleg svefnherbergi

Tvíbreitt hjónarúm | Svefnsófi, sem breytist í þægilegt tvíbreitt rúm | Tvö einstaklingsrúm, sem hægt er að færa saman | Hægt að fá ungbarnarúm | Rúmföt fylgja | Bluetooth hátalarar | USB innstungur.

Klósett / Baðherbergi

Klósett á jarðhæð | Baðkar/sturta á miðhæð | Sturta á efstu hæð | Handklæði og þvottastykki fylgja | Hárblásari | Hár- og húðsápa/hárnæring | Handsápa/handáburður frá Bath House

Húsfreyjan leggur metnað sinn í að hafa allt til alls svo gestir þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að bera með sér eða kaupa hluti að óþörfu. Í Bakgarðinum eiga gestir að finna fyrir notalegheitum og upplifa umhverfi sem húsfreyjan hefur lagt hjartað í að gera þægilegt og skemmtilegt. Auk þess þá veit húsfreyjan að litlu hlutirnir skipta máli.

Bakgarðurinn er fallegt nýbyggt hús í Heworth hverfinu í York, steinsnar frá miðbænum. Komið er inn í forstofu með fatahengi og skóskáp undir stiga. Einnig er lítið klósett undir stiganum inn af forstofunni. Beint af augum er gengið inn í stofuna og hægt er að opna alla hliðina á stofunni út í huggulegan garð og njóta.

Úr stofunni er opið inn í eldhúsið sem er með öllu sem til þarf ef gestir vilja njóta þess að elda heima eða fá sér góðan morgunmat áður en haldið er út í daginn.

Gengið er upp stiga úr forstofunni upp á aðra hæð, upp á gang sem er fyrir framan tvö svefnherbergi og baðherbergi. Annað herbergið er mjög rúmgott með hjónarúmi, náttborðum, kommóðu og snögum til að hengja upp föt. Hitt herbergið er minna með svefnsófa sem hægt er að stækka í tvíbreitt rúm, þar er einnig náttborð, kommóða og snagar fyrir föt.

Á miðhæðinni er gott baðherbergi sem þessi herbergi deila með baðkari/sturtu. Upp á efstu hæðinni er þriðja svefnherbergið með tveimur einbreiðum rúmum sem hægt er að færa saman og náttborð. Skúffur í skáp fyrir farangur og snagar til að hengja á. Inn af þessu herbergi er baðherbergi með sturtu.

Frábær staður og svo vel hugsað um okkur
Amy Johnson
Adventurer

Spurningar?

Comments are closed.