Sjálfshátíð haustið 2022

Settu þig í fyrsta sæti og taktu flugið 

Dagskrá fyrir Sjálfshátíðí Jórvíkinni 29. septemFallega Yorkbert til 3. oktober 2022.

(fimmtudagur til mánudags 3 1/2 dagur)

Dagskráin er blanda af næringu, trúnó, jóga, tónheilun, hreyfingu, menningu og góðum mat. 

Verð á mann 150.000,-

Innifalið:

 • Gisting 4 nætur í Bakgarðinum (sjá heimasíðu og fylgiskjal hvað er til staðar í húsinu)
 • Hressing við komu 
 • 2ja rétta kvöldverður og vínglas á heimili húsfreyjunnar
 • Jóga og tónheilum í umsjá Sigrúnar 
 • Afnot af jógadýnum
 • Leiga á bíl og akstur allan laugardaginn í sveitinni. 
 • Akstur á lestarstöðina á mánudagsmorgni ef sá möguleiki er valinn fram yfir leigubíl og samkv. samkomulagi á sunnudegi. 
 • Nesti í sveitarferðinni
 • Skoðunarferðir og skemmtirölt í fararstjórn húsfreyjunnar um borgina bæði á föstudag og sunnudag. 
 • Staðfestingargjald fyrir veitingastaðnum Bow á Grays Court Hotel York 
 • Hver og ein fær svo litla fallega “morgungjöf” á hverjum morgni í takt við þema ferðarinnar
 • Ráðgjöf og aðstoð varðandi hvaðeina sem gestir okkar þarfnast aðstoðar með meðan á ferð stendur.  

Ekki innfalið:

 • Flug  (inni á icelandair.is má sjá verð á flugi.  Einnig er möguleiki að ferðast til Manchester með Easyjet)  
 • Lestarferð eða leigubíll til og frá Manchesterflugvelli.
 • Kvöldverðir aðrir en sá sem húsfreyjan galdrar fram á fimmtudagskvöldið og staðfestingargjaldið á Bow (50 pund á mann)
 • Allt annað uppihald s.s. morgunverður og hressing yfir daginn
 • Aðgangseyrir í söfn, garða oþh sem við mögulega heimsækjum

Fimmtudagur: 

Flogið  til Manchester að morgni og komið til York síðdegis.

Þáttakendur koma sér sjálfir í lestina eða leigubíl á flugvellinum til York.

Húsfreyjan í Jórvík og Sigrún Björg jógakennari taka á móti gestum.

Þegar komið er í Bakgarðinn er hressing í boði hússins og gestir koma sér fyrir.

Frjáls tími til kl. 19:00 Gaman að  nota tímann til að rölta í bæinn og fá sér t.d. drykk á skemmtilegum pub eða kokteilbar og skoða mannlífið. 

Búðir loka yfirleitt 17:00 til 17:30.

19:30 Mæting í 2ja rétta kvöldverð hjá húsfreyjunni. 

Spjall og kynning á dagskrá helgarinnar.

22:30-23:00 Yoga Nidra og tónheilun fyrir þá sem vilja slaka sér vel niður fyrir svefninn í umsjá Sigrúnar.

Föstudagur:

08:15 Mjúkt morgunjóga í umsjá Sigrúnar

10:30 Röltum áleiðis í bæinn og förum hluta á múrnum sem er umhverfis miðborgina. Húsfreyjan segir frá því markverðasta sem ber fyrir augu og kynnir miðborgina á sinn einstaka hátt.

12:30 – 15:00 Léttur hádegisverður á eh góðum pub t.d. The Fat Badger sem er gamalgróin hefðbundinn breskur pub í miðbænum.

15:00 til 19:00 Frjáls tími

19:00 Kvöldverður í bænum á Cut & Craft 

22:00 Ljúft kvöldjóga og tónheilun fyrir þá sem vilja slaka sér vel niður fyrir svefninn í umsjá Sigrúnar.

Laugardagur: 

08:00 Mjúkt morgunjóga í umsjá Sigrúnar

10:00 Brottför af stæði, keyrt uppí Castle Howard og kastalinn sjálfur skoðaður og rölt um landareignina. Við tökum með okkur nesti og njótum einstakrar náttúrufegurðar.

Við gefum okkur þann tíma sem við þurfum til að njóta, ætlum alls ekki að þjóta neitt. 

Ef tími vinnst til þá stoppum við einhversstaðar á heimleiðinni.

20:00 Kvöldverður á veitingastaðnum The Bow á Grays Court hótelinu sem er  í miðbænum, hér erum við að tala um “fine dining” í dásamlega fallegu húsi. 

Sunnudagur

09:00  Mjúkt morgunjóga í umsjá Sigrúnar

11:00 til 12:00 Húsfreyjan fer með hópinn í rölt um hverfið, sýnir honum litla krúttlega göngustíginn  Fairy Trail og múrinn í hina áttina, leiðina niður að Ouse og Museum Garden.  Svo tekur við frjáls tími í bænum. Ef einhverjir vilja fara í strætó, söfn eða í siglingu á ánni þá er um að gera að nota tímann í það. 

Við verðum með bílinn og ef það er áhugi fyrir því að fara í Mall, Design Outlet eða annað þá er húsfreyjan að sjálfsögðu sveigjanleg með skuttl.  Hópurinn ákveður svo sjálfur hvort hann vill borða í bænum eða panta sér mat í Bakgarðinn um kvöldið.  Húsfreyjan getur að sjálfsiögðu hjálpað til við val á stað.  

21:45 Lokastund og ljúf tónheilun með Sigrúnu ef hópurinn kýs.

Mánudagur haldið heim með fullann tank.