Skipulögð ferð haustið 2022

Sjálfshátíð í Jórvík og nágrenni Haust 2022 

29. September til 3. Oktober 

Húsfreyjan í Jórvík Guðbjörg Halldórsdóttir  og snillingurinn Sigrún B. Ingvadóttir skipuleggja og halda utan um sjálfshátíðardagskrá í York og nágrenni.

Dagskráin er blanda af andlegri og líkamlegri næringu fyrir þá sem elska sjálfa sig nógu mikið til að gefa sér heimild til að njóta sín og þess sem lífið hefur uppá að bjóða í góðum hópi og fallegu umhverfi. 

Sjálfshátíðin spannar langa helgi. Brottför frá Keflavík á fimmtudagsmorgni (þáttakendur sjá sjálfir um að velja flug og flugfélag), lent í Manchester eftir hádegi.  Lestin til York gengur svo beint af flugvellinum og inní miðborg York, ferðin tekur innan við 2 klst. Ef 4 eða fleiri ferðast saman er ekki mikið dýrara, og fljótlegra að taka leigubíl sem sækir farþega á flugvöllinn og beint heim í Bakgarðinn. 

Í York er gist í Bakgarðinum hjá húsfreyjunni í Jórvík.  Bakgarðurinn er  í ný byggðu fallegu og vel útbúnu 3ja hæða  húsi sem rúmar vel 6 manns í þremur svefnherbergjum. Í tveim herbergjum eru tvíbreið rúm þar sem samrýmdir geta látið vel um sig fara.  Þessi 2 herbergi deila baðherbergi. Fyrir þá sem kjósa að sofa einir þá eru 2 einbreið rúm á efstu hæðinni með sér baðherbergi. 

Dagskráin miðar að því að á þessari helgi þá endurhlöðum við okkur og tökum inn menningu og sögu einnar fallegustu borgar Bretlands. Auk þess þá býður Sigrún sem er jógakennari og tónheilari uppá bæði hugleiðslur, slökun og ljúft jóga kvölds og morgna. 

Morguntímarnir koma til með að verða uppbyggðir þannig að hver og ein ætti að geta iðkað þá hvort heldur sem er í náttfötunum eða í jógafötum.  Við munum anda saman, kyrja fallegar möntrur, hugleiða og að lokum hreyfa okkur mjúklega inn í daginn.  Hver veit nema við brjótumst svo út í léttan dans endrum og eins.

Á kvöldin verður svo boðið upp á að ljúka deginum með nokkrum mjúkum og opnandi yin stöðum áður en við finnum okkur leið inn í djúpslökun og endum svo á nærandi og heilandi tónheilun.  Eftir að henni líkur er tilvalið að halda annaðhvort beint í háttinn eða eiga gæðastund saman í ró og næði í Bakgarðinum.

Við gleymum ekki að gera vel við okkur í mat og drykk og mun húsfreyjan sjá um að svo verði.  Strax við komu í Bakgarðinn geta gestir gætt sér á kræsingum úr körfunni góðu sem tekur á móti þeim við komuna.  Í eldhúsinu má svo finna bæði kaffi og te ásamt ísköldu svalandi vatni og sódavatni.  Gestir sjá svo sjálfir um morgunmat í Bakgarðinum en stutt er í matvöruverslanir þar sem fylla má á birgðir.  

Fyrsta kvöldið verður 2ja rétta máltíð á heimili húsfreyjunnar en hún veit fátt skemmtilegra en að elda mat og taka á móti gestum.

Búið er að panta borð á föstudags og laugardagskvöldi en í York háttar svo til að það er hending ef fólk getur gengið inn af götunni og fengið borð á vinsælum stað án þess að hafa pantað fyrirfram.  

Föstudagskvöldið förum við á “casual” veitingastað Cut&Craft (https://www.thecutandcraft.co.uk) þar sem allir ættu að fá eitthvað við sitt hæfi bæði í mat og drykk.

Um hádegisbilið á laugardeginum gæðum við okkur svo á fallegu “picnic” nesti í sveitaferðinni góðu sem húsfreyjan framreiðir af sinni alkunnu gestrisni og glæsileika.   

Á laugardagskvöld verður svo haldið á einstaklega glæsilegan og vinsælan veitingastað The Bow (https://www.grayscourtyork.com/the-bow-room-restaurant-york/) sem staðsettur er á einu af betri hótelum borgarinnar. Þar fáum við að láta fara vel um okkur í  einkasal  og njóta þess að gæða okkur á þeirra víðfræga “tasting menu” en staðurinn býður einungis upp á slíkan matseðil sem er ævintýri útaf fyrir sig. 

Sunnudags hádegi og kvöldverður er svo í höndum hópsins sjálfs og þá er bæði möguleiki að hver og einn sjái um sig eða að pantaður verði matur í Bakgarðinn. Húsfreyjan getur að sjálfsögðu aðstoðað við val á stöðum hvort heldur verður fyrir valinu að panta mat eða borða í bænum.  

Stutt kynning á nærumhverfinu og á borginni sjálfri verður svo í höndum húsfreyjunnar bæði á föstudag og sunnudag.  

Við gleymum að sjálfsögðu ekki að skoða okkur um í hinum stórkostlega fallegu bresku sveitum Jórvíkurskíris. Húsfreyjan útvegar bíl og sér um aksturinn. Í okotober verður aðeins farið að hausta en veðrið getur verið yndislegt og milt á þessum tíma og náttúrarn farin að skarta sínum fegurstu haustlitum.

Við byrjum á því að heimsækja Castle Howard en þangað er ekki nema um 20 mín akstur. Það er ekki bara kastalinn sjálfur sem er stórkostlega falleg bygging heldur er landslagið á risastórri landareigninni ægifagurt. Kastalinn hefur verið í eigu og rekstri Howard fjölskyldunnar í átta ættliði og í dag einn eftirsóttasti ferðamannastaður í Yorkshire. Það er erfitt að lýsa upplifuninni af öllu því sem er boðið uppá allt árið um kring á þessum stórbrotna stað. Fyrir þá sem eru áhugasamir um að fræðast meira um þessa perlu sem Castle Howard er þá er hér slóð á heimasíðuna (https://www.castlehoward.co.uk) 

Ef tími vinnst til á heimleiðinni keyrum við gegnum Malton sem er nærliggjandi lítill markaðsbær sem gaman er að rölta um 

https://www.visitmalton.com/ 

Verð í þessa ferð er 150.000,- á mann.  Greiða þarf 20% staðfestingagjald við bókun sem er óafturkræft.  

Innifalið:

  • Gisting 4 nætur í Bakgarðinum (sjá heimasíðu og fylgiskjal hvað er til staðar í húsinu)
  • Hressing við komu 
  • 2ja rétta kvöldverður og vínglas eða óáfengt á heimili húsfreyjunnar
  • Jóga og tónheilum í umsjá Sigrúnar (sjá lýsingu fyrir ofan)
  • Afnot af jógadýnum
  • Leiga á bíl og akstur (og eldsneyti) allan laugardaginn í sveitinni. 
  • Akstur á lestarstöðina á mánudagsmorgni, ef gestir velja að taka lestina fram yfir leigubíl.  Skuttl samkv. samkomulagi á sunnudegi ef einhver þarf að hendast í outlettið t.d. https://www.mcarthurglen.com/en/outlets/uk/designer-outlet-york/
  • Nesti í sveitarferðinni
  • Skoðunarferðir og skemmtirölt í fararstjórn húsfreyjunnar um borgina bæði á föstudag og sunnudag. 
  • Staðfestingargjald fyrir veitingastaðnum Bow á Grays Court Hotel York 
  • Hver og ein fær svo litla fallega “morgungjöf” á hverjum morgni í takt við þema ferðarinnar
  • Ráðgjöf og aðstoð varðandi hvaðeina sem gestir okkar þarfnast aðstoðar með meðan á ferð stendur.  

Ekki innfalið:

  • Flug  (inni á icelandair.is má sjá verð á flugi.  Einnig er möguleiki að ferðast til Manchester með Easyjet)  
  • Ferð frá flugvelli og til York. Lestarferð (ca. 50-60  pund pr mann báðar leiðir) eða leigubíll (best að óska eftir tilboði í akstur báðar leiðir, verð fer eftir fjölda farþega) 
  • Kvöldverðir aðrir en sá sem húsfreyjan galdrar fram á fimmtudagskvöldið og staðfestingargjaldið á Bow (50 pund á mann)  
  • Allt annað uppihald s.s. morgunverður og hressing yfir daginn
  • Aðgangseyrir í söfn, garða oþh sem við mögulega heimsækjum

Dagskrá fyrir Sjálfshátíð í Jórvíkinni 29. september til 3. okotber. mars 2022 

(fimmtudagur til mánudags 3 1/2 dagur)

Dagskráin er blanda af næringu, trúnó, jóga, tónheilun, hreyfingu, menningu og góðum mat. 

Fimmtudagur: 

Flogið  til Manchester að morgni og komið til York seinnipartinn (fer eftir hvaða flugfélag er valið). 

Þátttakendur koma sér sjálfir í lestina eða í leigubíl á flugvellinum til York.

Húsfreyjan í Jórvík og Sigrún Björg taka á móti gestum 

15:00-17:00 Komið í Bakgarðinn, gestir koma sér fyrir og gengið frá farangri. Hressing í boði hússins.

Frjáls tími til kl. 19:00 Gaman að  nota tímann til að rölta í bæinn og fá sér t.d. drykk á skemmtilegum pub eða kokteilbar og skoða mannlífið. 

Búðir loka yfirleitt 17:00 til 17:30.

19:30 Mæting í 2ja rétta kvöldverð hjá húsfreyjunni. 

Spjall og kynning á dagskrá helgarinnar.

22:30-23:00 Yoga Nidra og tónheilun fyrir þá sem vilja slaka sér vel niður fyrir svefninn í umsjá Sigrúnar.

Föstudagur:

08:15 Mjúkt morgunjóga í umsjá Sigrúnar

10:30 Röltum áleiðis í bæinn og förum hluta á múrnum sem er umhverfis miðborgina. Húsfreyjan segir frá því markverðasta sem ber fyrir augu og kynnir miðborgina á sinn einstaka hátt.

12:30 – 15:00 Léttur hádegisverður á eh góðum pub t.d. The Fat Badget sem er “typiskur breskur pub”

15:00 til 19:00 Frjáls tími

19:00 Kvöldverður í bænum á Cut & Craft, skemmtilegur veitingastaður sem bíður uppá eitthvað fyrir alla og skemmtilegt andrúmsloft.

22:00 Ljúft kvöldjóga og tónheilun fyrir þá sem vilja slaka sér vel niður fyrir svefninn í umsjá Sigrúnar.

Laugardagur: 

08:00 Mjúkt morgunjóga í umsjá Sigrúnar

10:00 Brottför af stæði, keyrt uppí Castle Howard. Skoðum kastalann sjálfan sem er ævintýri útaf fyrir sig og göngum um stórkostlega fallega landareignina og fáum okkur nesti. 

Á heimleiðinni keyrum við jafnvel til Malton sem er gamall markaðsbær og ef tíminn leyfir þá stoppum við og skoðum okkur um í bænum áður en við rúllum aftur til York.

20:00 Kvöldverður í bænum á The Bow á Grays Court hótelinu

Sunnudagur:

09:00  Mjúkt morgunjóga í umsjá Sigrúnar

11:00 til 12:00 Húsfreyjan fer með hópinn í rölt um hverfið, sýnir honum litla krúttlega göngustíginn  Fairy Trail og múrinn í hina áttina, leiðina niður að Ouse og Museum Garden.  Svo tekur við frjáls tími í bænum. Ef einhverjir vilja fara í strætó, söfn eða í siglingu á ánni þá er um að gera að nota tímann í það. 

Við verðum með bílinn og ef það er áhugi fyrir því að fara í Mall, Design Outlet eða annað þá er húsfreyjan að sjálfsögðu sveigjanleg með skuttl.  Hópurinn ákveður svo sjálfur hvort hann vill borða í bænum eða panta sér mat í Bakgarðinn um kvöldið.  Húsfreyjan getur að sjálfsiögðu hjálpað til við val á stað.  

21:45 Lokastund og ljúf tónheilun með Sigrúnu ef hópurinn kýs.

Mánudagur heimferð að morgni, tímasetning fer eftir hvaða flugfélag er valið. 

Dagskrá fyrir Sjálfshátíð í Jórvíkinni 29. septembert til 3. oktober 2022.

(fimmtudagur til mánudags 3 1/2 dagur)

Dagskráin er blanda af næringu, trúnó, jóga, tónheilun, hreyfingu, menningu og góðum mat. 

Verð á mann 150.000,-

Innifalið:

  • Gisting 4 nætur í Bakgarðinum (sjá heimasíðu og fylgiskjal hvað er til staðar í húsinu)
  • Hressing við komu 
  • 2ja rétta kvöldverður og vínglas á heimili húsfreyjunnar
  • Jóga og tónheilum í umsjá Sigrúnar 
  • Afnot af jógadýnum
  • Leiga á bíl og akstur allan laugardaginn í sveitinni. 
  • Akstur á lestarstöðina á mánudagsmorgni ef sá möguleiki er valinn fram yfir leigubíl og samkv. samkomulagi á sunnudegi. 
  • Nesti í sveitarferðinni
  • Skoðunarferðir og skemmtirölt í fararstjórn húsfreyjunnar um borgina bæði á föstudag og sunnudag. 
  • Staðfestingargjald fyrir veitingastaðnum Bow á Grays Court Hotel York 
  • Hver og ein fær svo litla fallega “morgungjöf” á hverjum morgni í takt við þema ferðarinnar
  • Ráðgjöf og aðstoð varðandi hvaðeina sem gestir okkar þarfnast aðstoðar með meðan á ferð stendur.  

Ekki innfalið:

  • Flug  (inni á icelandair.is má sjá verð á flugi.  Einnig er möguleiki að ferðast til Manchester með Easyjet)  
  • Lestarferð eða leigubíll til og frá Manchesterflugvelli.
  • Kvöldverðir aðrir en sá sem húsfreyjan galdrar fram á fimmtudagskvöldið og staðfestingargjaldið á Bow (50 pund á mann)
  • Allt annað uppihald s.s. morgunverður og hressing yfir daginn
  • Aðgangseyrir í söfn, garða oþh sem við mögulega heimsækjum

 

Comments are closed.