Home – backyard

  • Bakgarðurinn er fallegt nýbyggt hús

    tökum vel á mót 6 manns, fjölskyldu eða vinahóp

  • Þú svífur inní svefninn

    í notalegu umhverfi

  • Heimsókn til York

    er ógleymanleg upplifun

Bakgarðurinn

Í bakgarðinum hjá okkur hér í York í norðurhluta Yorkshire í Bretlandi er nýbyggt fallegt hús með mikinn karakter sem sem er til útleigu fyrir allt að 6 manns. Við köllum húsið einfaldlega Bakgarðinn eins og gefur að skilja. Húsið er í hverfi sem kallast Heworth sem er nánast í hjarta York eða Jórvíkur eins og húsfreyjan segir gjarnan. Það er aðeins 10 mínútna ganga  inn í miðbæinn sem iðar af mannlífi allan ársins hring. Þar má finna óteljandi veitingastaði, krár, te- og kaffihús. York er þekkt fyrir að það er mikið af allskonar fallegum, skemmtilegum og skrítnum búðum í miðbænum. Í göngufæri eru allar helstu matvöruverslanir. Strætó stoppa nánast við dyrnar hjá okkur og það er 25 mín ganga á lestarstöðina ef fólk hefur áhuga á að bregða sér með lest í dagsferð í nærliggjandi bæi eða borgir, sem dæmi má nefna að það er ekki nema 20 mín lestarferð til Leeds.

Fallega York

York

York hefur kannski ekki verið á allra Íslendinga vitorði. Borgin er gríðarlega vinsæll ferðamannastaður og eru um 8 milljónir hvaðanæva úr heiminum sem sækja borgina heim árlega. Bretar sjálfir koma mikið til York og þar spilar inní að lestasamgöngur til borgarinnar eru frábærar. Lestarstöðin er í miðbænum og ganga lestir um allt land, auk þess sem hægt er að taka lest beint til Edinborgar og Glasgow í Skotlandi.

Kvöldverður

Húsfreyjan í Jórvík er með eindæmum þjónustulunduð og því býður hún upp á fleira en bara gistingu í Bakgarðinum. Ástríða fyrir matargerð hefur alla tíð verið stór hluti af lífinu og nýtur húsfreyjan þess að útbúa mat og taka á móti gestum. Það er því ekki úr vegi að hún bjóði upp á kvöldverð á sínu heimili þar sem boðið er upp á 2ja rétta máltíð að hætti húsfreyjunnar, með vínglasi eða óáfengu, kaffi á eftir og spjall. Hugmyndin er að þetta geti gestir í Bakgarðinum nýtt sér t.d. fyrsta kvöldið svona til að slá tóninn í heimsókninni til York nú eða það síðasta til að létta sér fráganginn áður en haldið er heim snemma næsta morgun. Verð £ 40 á mann.

Góða veislu gera skal í Bakgarðinum í York

Sveitasæla

Fyrir þá sem vilja fara aðeins í sveitina eða heimsækja nærliggjandi þorp og bæi þá er hægt að taka bæði lest, rútu eða hreinlega strætó sem stoppar nánast við dyrnar hjá okkur í Bakgarðinum . Það eru þó nokkrir aðilar í York sem bjóða upp á dagsferðir með leiðsögn um nágrennið sem eru mjög vinsælar, en þannig ferðir er ráðlagt að panta með góðum fyrirvara. Fyrir þá djörfustu er hægt að leigja bíl og algjörlega þess virði ef stoppað er í einhvern tíma. Húsfreyjan er til viðræðu um að leigja bíl dag og dag og sjá um aksturinn. Hún verður ekki í vandræðum með að dikta upp sögur í sveitinni fyrir þá sem hafa áhuga á svoleiðis ferðamáta. Fyrir áhugasama er best að hafa beint samband við húsfreyjuna.