Afþreying

Afþreying

Home away from home

Yorkshire Sculpture Park

Saga, menning og listir

Ekkert vantar upp á möguleikana fyrir þá söguþyrstu og Yorkshire er talið eitt af fegurstu skírum landsins og hér drýpur sagan af hverju strái. Óhætt er að mæla með dagsferð t.d.Í Yorkshire Sculpture Park fyrir þá sem vilja njóta alls í senn, sögu, náttúru og listar í einni ferð. Þessa tvo staði má hæglega heimsækja á einum degi ef vel er haldið á spöðunum.

Það þarf ekki að leita út fyrir borgina til að upplifa það sama, því hér hafa verið sett upp söfn um alla skapaða hluti og er Lestarsafnið York Art Gallery sem alltaf er gaman að kíkja á. Fjöldinn allur af galleríum er í borginni og óþarfi að telja það allt upp. Allir kunna að googla.

Hjólum

Engum þarf að koma á óvart sem þekkir húsfreyjuna að áhugi hennar á York og nágrenni snýst ekki síst um endalausa möguleika á að hjóla bæði á götu- og fjallahjóli. Á innan við 5 mínútum er maður kominn á hjólinu út í sveit og leiðavalið er endalaust um dásamlega fallegar sveitirnar og litlu bæina þar sem hægt er að stoppa og fá sér hressingu.

Fyrir þá sem vilja fara út úr bænum og á fjallahjól þá eru a.m.k þrír staðir í rétt um klukkustundar akstursfjarlægð frá York og þar er hægt að leigja sér fjallahjól í öllum verðflokkum og leiðaval fyrir alla, hvort sem það eru börn, byrjendur eða þá sem eru allra lengst komnir.

York, borgin sjálf er sérstaklega hjólavæn og hefur fengið verðlaun fyrir það, það er bæði hægt að pikka upp "venjuleg" hjól og hlaupahjól um alla borg auk þess sem hægt er að bóka sig í skipulagðar útsýnisferðir um bæinn og hafa þær ferðir verið gríðarlega vinsælar og fá bestu meðmæli þeirra sem hafa prófað. Þessar ferðir þarf að bóka með fyrirvara.

Hjólum í York
Playing golf in York

Golf

Golfíþróttin er talin eiga uppruna sinn í Skotlandi á miðöldum og hafi síðan breiðst út um allt Bretland á nítjándu öldinni. Ekki kemur á óvart að sjá golfvelli um allar koppa grundir. Allavegana eru tveir vellir í sjálfri York og annar þeirra er hreinlega í göngufæri við Bakgarðinn en hinn í hverfi sem heitirFulford Golf Club sem er í um 10 mín akstursfjarlægð.

Báðir vellirnir taka báðir vel á móti gestum. Heworth Golf Club sem er völlurinn hér við bæjardyrnar er lítill og notalegur en hinn er meðal þeirra allra bestu í landinu og þar er hægt að leigja allar græjur.

Auk þessara valla eru þeir óteljandi allt um kring og stutt að fara keyrandi. Tilvalið er að nota tækifærið ef York er heimsótt til að spila golf eða hreinlega gera sér golfferð og gista í Bakgarðinum.

Ganga

Hægt er að tala um að göngugleði landans jaðri við einhverskonar þjóðaríþrótt, enda sveitir landsins jafn fjölbreytilegar og stærð þess og náttúran ægi fögur.

Auðvelt er að sjá fyrir sér Tweed klædda Elísabetu drottningu í Hunters stígvélum arka um engi og tún með prik í hendi og hunda á eftir sér. Seint hefði hvarflað að húsfreyjunni að hún ætti eftir að og njóta þess að fara út úr bænum við hvert tækifæri og taka góðan göngutúr og þaðan af síður með hund.

Endalausir möguleikar eru hvort sem fólk vill bara rölta um fallega garða eða landareignir, kastala og gamalla klaustra eða fara í lengri og meira krefjandi göngur uppá heiðar eða meðfram strandlengjunni. Veðráttan er þannig að hún bíður uppá að auðveldlega er hægt er að stunda útivist allt árið um kring ef maður á regnhelda flík og stígvél.

Það er auðvelt að komast út úr bænum og engin þörf á að vera með bíl því það ganga rútur og strætisvagnar nánast hvert sem er. Það er vinsælt að taka t.d. Coastlinerinn (hann stoppar nánast fyrir utan húsið hjá okkur) að morgni og fara úr honum upp á heiði og ganga niður að strandlengjunni og taka svo vagninn til baka að kvöldi.

Húsfreyjan og Moli í göngutúr
Sjósund í York

Sjósund

Að fara í sjóbað er auðvelt, það er ekki nema um klukkustundar akstur á ægifagra strandlengju Norðursjósins.

Fyrir utan að dýfa sér í sjóinn eða liggja í sólbaði þegar þannig viðrar eru bæirnir eins og t.d. Scarborough, Whitby og Robin Hoods Bay eitthvað sem óhætt er að mæla með að heimsækja.

Hafðu samband

Við svörum þér innan sólarhrings

+44 (0) 794 434 6017